Fimmtudaginn 12. september kl. 20 verður Sorgarmiðstöð opnuð formlega. 

Sorgarmiðstöð hefur það hlutverk styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg, efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu og miðla upplýsingum til syrgjenda.

Hugmyndin af Sorgarmiðstöð spratt úr hugmyndavinnu sem fram fór á þrjátíu ára afmælisári Nýrrar dögunar þar sem spurningunni: Hvað getum við gert betur fyrir syrgjendur á Íslandi? var svarað.

Niðurstaða hugmyndavinnunnar var sú að mikilvægt væri að til væri staður þar sem upplýsingar og þjónusta við syrgjendur væri aðgengileg og úr varð Sorgarmiðstöð.

 Ný dögun er stolt af verkefninu og hlakkar okkur til að fylgjast með því vaxa og dafna.

 

 

SM2

Umfjöllun um sorgarmiðstöð og hlutverk hennar má sjá hér