1. OKTÓBER - FYRSTU ÁRIN EFTIR ÁSTVINAMISSI

Erindi: Sigríður K. Helgadóttir

Erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin.

Boðið upp á súpu og brauð.

FRÁ KL. 20:00 – 22:00.

 

Þann 1. október nk. frá kl. 20-22 verður lokað erindi fyrir þá

sem hafa nýlega misst ástvin. Erindið fer fram í Lífsgæðasetrinu á St. Jó í Hafnarfirði.

Sigríður K. Helgadóttir kemur og verður með erindi um fyrstu árin

eftir ástvinamissi en hún hefur mikla reynslu af því að vinna með

fólki í sorg.

 

Aðilar úr stjórn Sorgarmiðstöðvar verða einnig á

staðnum og segja stuttlega frá Sorgarmiðstöð ásamt því að

bjóða upp á léttan kvöldverð, kaffi og með því. Ný dögun er eitt af fjórum

aðildarfélögum Sorgarmiðstöðvar, sem er nýtt félag sem sinnir fræðslu og

ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. 

Í framhaldi af erindinu er hægt að skrá sig í sorgarúrvinnsluhópa. Það er

einnig velkomið að taka með náinn aðstandanda á erindið.

 

Við óskum eftir skráningu á þetta erindi til að áætla veitingar.

Hægt er að gera það hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSczewNgLMw-jKDUXkA5wHHdlc_h-5YpQ_mLI2jcvN70e6jBEQ/viewform?fbclid=IwAR2XdNZ2tI3pRpqbsQ5sEGeY6v3iHz2v8kxxwgcHW6gv-Wm_kPHEx2oaanI

eða í síma 551-4141.