Kæru foreldrar og forráðamenn


Í Sorgarmiðstöð verður ýmislegt í boði  núna í október fyrir börn og ungmenni sem  misst hafa ástvin.

Þar verður boðið upp á erindi um sorg og sorgarviðbrögð þar sem góðir gestir koma í heimsókn. Þeir Aron Mola leikari og Arnar Sveinn fótboltamaður koma í heimsókn og verða tvö erindi sama daginn fyrir sitthvorn aldurshópinn. Annað fyrir börn á aldrinum 5-10 ára og hitt fyrir börn og ungmenni 10 ára og eldri. 


Í samstarfi við Samhygð verður erindinu streymt í Glerárkirkju á Akureyri og tekið á móti börnum og ungmennum þar. 

Í október fer einnig af stað námskeið fyrir börn og ungmenni og verður sérstök foreldrakynning á því eina kvöldstund.

Vegna Covid og fjöldatakmarkana er mikilvægt að skrá alla þátttöku.

Nánar um dagskrána fyrir börn og ungmenni og skráning hér:
Erindi um sorg og sorgarviðbrögð - yngri hópur (5-10 ára)
Erindi um sorg og sorgarviðbrögð - eldri hópur (10 ára og eldri)
Erindi um sorg og sorgarviðbrögð  Akureyri - yngri hópur (5-10 ára)
Erindi um sorg og sorgarviðbrögð  Akureyri - eldri hópur (10 ára og eldri)

Foreldrakynning á námskeiði fyrir börn og ungmennni sem misst hafa ástvin
Námskeið fyrir börn og ungmenni sem misst hafa ástvin

Við vonum svo innilega að þið nýtið ykkur þessa þjónustu. Það skiptir svo miklu máli að við hugum vel að börnum og ungmennum okkar sem eiga þessa erfiðu lífsreynslu að baki.

 

sorgarmidstodin-logo