Ár hvert er er annar sunnudagur í desember um heim allan helgaður minningunni um syni, dætur, systur, bræður og barnabörn sem kvöddu þennan heim allt of snemma. Þá sameinast fjölskylda og vinir barnanna og kveikja á kertum. Um allan heim er kveikt á kertunum kl 19:00 og myndast því einskonar kertaljósabylgja í kring um jörðina í heilan sólarhring, þegar hundruðir þúsunda heiðra minningu barnanna, minnast þeirra barna sem hafa látist en munu aldrei gleymast.

Barnaheill- Save the Children á Íslandi munu í samvinnu við Roses of Children samtökin standa fyrir kertaljósastund sunnudaginn 14. desember kl 19.00 við minnismerkið Rósina við þvottalaugarnar í Laugardal.


Rósin er minnisvarði óþekkta barnsins og er til heiðurs börnum um allan heim sem og börnum sem látist hafa af sjúkdómum, illri meðferð eða í stríðsátökum og á að minna á réttindi allra barna til lífs og þroska, að börn njóti rétlætis, búi við kærleika, öryggi og lífs án hvers skyns mismununar.

Barnaheill vilja hér með bjóða öllum sem eiga barn sem horfið er en aldrei mun gleymast, að koma með kerti og sameinast í minningarstund til heiðurst börnunum.