Þann 2. mars n.k. fer af stað stuðningshópur á vegum Nýrrar dögunar fyrir fólk sem glímir við sorg vegna sjálfsvíga.

Slíkir hópar hafa verið einu sinni til tvisvar á ári undanfarin áratug. Hafa þessir stuðningshópar verið mörgum góður vettvangur til að deila tilfinningum sínum og fá styrk til að takast á við daglegt líf að nýju.

Sr. Svavar Stefánsson, sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju hefur leitt þessa hópa en starfið fer fram í þeirri kirkju og eru samverurnar alls í sex skipti. Verða þær á mánudagskvöldum kl. 20-21:30 sú fyrsta þann 2. mars n.k. eins og fyrr segir. Þátttaka er öllum sem glíma við sorg vegna sjálfsvíga opin og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Þau sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá sr. Svavari á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 860-2266 sem fyrst.