Aðalfundur Nýrrar dögunar verður haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju miðvikudaginn 6.maí og hefst kl.17.30.

Fundurinn hefst með því að sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir fjallar um fræðsluefnið "Hvað í veröldinni gerir maður þegar einhver deyr" sem unnið var til notkunar í grunnskólum. Hún mun segja frá notkun þess  og einnig segja frá lífsleiknifræðslu í menntaskólum um sama efni.  Einnig greinir hún frá fleiri bókum sem eru til stuðnings í sorgarvinnu yngri barna.

Að erindi sr. Guðbjargar loknu taka við venjuleg aðalfundarstörf.

Allir hjartanlega velkomnir.