10. September – minningardagur vegna sjálfsvíga

 

10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Að þessu sinni verður athygli vakin á sjálfsvígum og forvörnum gegn þeim með ýmsum hætti;

  • Málþing um sjálfsvíg og unga karlmenn í Þjóðminjasafninu kl. 15:30.
  • Minningarstund í Dómkirkjunni kl. 20 eins og verið hefur undanfarin ár.
  • Minningarstundir á Akureyri, Egilsstöðum og Suðurnesjum.