Starfsemi Nýrrar dögunar er í lágmarki yfir sumartímann, en þann 29. ágúst verður fyrsti fyrirlestur haustmisseris 2018: „Þegar ástvinur deyr"
Þetta er almennur fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð sem Halldór Reynisson flytur, en hann hefur mikla reynslu af sálgæslu og stuðningi við syrgjendur.
Hópastar Nýrrar dögunar hefur göng sína í september, með stuðningshópi fyrir fólk sem misst hefur náinn aðstandanda í sjálfsvígi. Það eru þau Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Svavar Stefánsson sem leiða þann hóp.
Sjá nánar um hópastarf komandi misseris, hér vinstra megin á síðunni.