Aðventustund fyrir syrgjendur

Háteigskirkja 12. desember kl. 20:00

Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Þessi aðventusamvera í Háteigskirkju er sérstaklega hugsuð til að styðja syrgjendur á þessum árstíma.

DAGSKRÁ:

Tónlist: Jólasálmar og Hamrahlíðarkórinn

Hugvekja: sr. Sveinbjörg Pálsdóttir, sjúkrahúsprestur

Stund til að minnast: Hægt að tendra ljós í minningu látinna ástvina.

Dagskráin er túlkuð á táknmáli - Léttar veitingar í lokin.

Að dagskránni standa: Landspítali, Ljónshjarta, Ný Dögun og Þjóðkirkjan