Makamissir

Makamissir - stuðningur.

Næsta fræðsluerindi um makamissi verður 5. nóvember 2019. Í kjölfarið býðst ekkjum og ekklum þátttaka í stuðningshópi.

Stuðningshópar sorgarúrvinnslu eru ekki meðferð við sorg, en þeir geta bætt líðan þess sem syrgir og þannig haft meðferðarlegt gildi. Í hverjum hópi eru að jafnaði ekki fleiri en tíu manns sem hittast vikulega í sex vikur. Markmiðið með starfinu er að gefa syrgjendum rými og vettvang til að tjá líðan sína og veita þeim innsýn og skilning á margvíslegum birtingarmyndum sorgarferilsins sem við köllum djúpa dalinn. Þegar fólk kynnist, sem á það sameiginlegt að hafa misst maka sinn, skapast oft dýrmæt samkennd og traust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að þiggja stuðning og miðla eigin reynslu.

Það er algengur misskilningur að í sorgarhópum sé fólk „að velta sér uppúr sorginni" Þetta er alrangt. Verkefnið er að finna sorginni stað í hjartanu - til að geta haldið áfram að lifa. Það myndast oft hlý vináttutengsl í hópnum og þar er líka oft hlegið því húmorinn er mikilvægur og hann hjálpar okkur.

Sorgin er ekki bara sársaukafull og dapurleg. Hún opnar oft nýja sýn á lífið og þroskar.

Það að vera í stuðningshópi gefur syrgjanda tækfæri í öruggu umhverfi til að ræða um látinn ástvin og reynsluna af missinum; að tjá tilfinningar sínar í hópi sem skilur hvernig þér líður er mikils virði; að skoða „djúpa dalinn" þ.e. dæmigerð sorgarviðbrögð og læra að lifa við missinn í algjörlega breyttri tilveru - er það sem við stefnum að.

Almennt er talið heppilegt að sex mánuðir líði frá andláti makans þangað til þér gagnast að taka þátt í stuðningshópi - en þetta er ekki algilt.

Ef þú vilt kynna þér starfið og/eða taka þátt í næsta stuðningshópi makamissis skaltu hafa samband við Huldu Guðmundsdóttur í síma 893-2789 eða í netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.