Sjálfsvíg

Sr. Sigfús Kristjánsson og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir munu leiða hópinn. Skráning og nánari upplýsingar veitir: Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. – s.6703003

 

Sjálfsvíg á sér undanfara í löngu og flóknu ferli, þar sem lokapunkturinn er dauði einstaklings sem af einhverjum ástæðum hefur tekið þá ákvörðun að binda endi á líf sitt. Inn í þetta ferli spila félagslegar aðstæður sem hafa orðið viðkomandi andsnúnar, skyndileg áföll, missir eða langvarandi streita; persónuleikaþættir sem kunna að einkennast af reiði og hvatvísi; óhófleg áfengis og vímuefnaneysla og síðast en ekki síst, þunglyndi og/eða mikill kvíði.

Það hefur viljað brenna við að sjálfsvíg sé sveipað dulúð og jafnvel upphafið á einhvern hátt. Kemur þetta sérstaklega fram við sjálfsvíg frægs fólks. Ekki verður þó horft fram hjá því að sjálfsvíg er alltaf harmleikur, sem hefur gríðarleg áhrif á umhverfi þess sem sviptir sig lífi, fjölskyldu, vini, vinnu- og skólafélaga og aðra.

Ný dögun eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð, sem hafa það að markmiði að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Starfsemi félagsins lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu. Samtökin eru öllum opin. Félagið hefur á að skipa reyndum aðilum sem unnið hafa að sálgæslu og geta veitt stuðning og ráðgjöf.

Samtökin bjóða upp á fyrirlestra og stuðningshópa fyrir aðstandendur eftirlifenda sem hafa misst náinn í sjálfsvígi.

Ef þú hefur áhuga á að kynnar þér stuðning Nýrrar Dögunar við eftirlifendur sjálfsvíga þá getur þú haft samband.

Tengiliður okkar er : Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir

Netfang  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími – 670-3003